sunnudagur, 23. júní 2013

Sængur og móður gjöf

Jæja loksins e-hvað að detta af nálinni eða prjónunum.

Prjónaði þetta en og aftur.  Svo gaman að gera svona gammel dags peysur :)  Hef gert nokkrar svona



Heklaði einnig vagn-teppi.  Uppskriftina fann ég í bók sem ég á, hún heitir Heklað af list.  Æðisleg bók, með óteljandi hugmyndum.



Svo kemur að sjálfsögðu ein Hyrna í viðbót.  Endalaust gaman að gera þær. Hún snýr reyndar öfugt :)


sunnudagur, 9. júní 2013

Sumar peysa

Við Gabríel Máni fórum í Álafossbúðina á föstudaginn og ég leifði honum að velja garn í peysu.  Hér er útkoman!

Alveg hægt að segja að þetta er sko sumarpeysa