föstudagur, 29. nóvember 2013

Peysa

Hér er ein lítil :) á eftir að setja tölur á hana


Sturla

Þessa gerði ég í byrjun árs,  Betra er seint en aldrei.  Hún er á Sturlu og er mikið notuð



Denver peysur

Þessar fara til Denver :)

Herra peysa


Dömu peysa, á eftir að setja tölur

Húfa

Hér er svona jarðarberja/bláberja húfa.  Uppskriftin er einni úr prjónadagatalinu 2014


Móðurkviðs-poki

Mamma gaf mér prjónadagatal 2014 eins og fram hefur komið.  Ég bara varð að gera svona poka.  Þetta er svona poki fyrir nýbura.  Hann á að vera í líkingu við móðurkvið, ef hægt er að segja þannig.  

Já og nei við Sturla eigum ekki von á kríli :)



Vettlingar

Nú er maður búin að vera safna í næsta blogg, eða ég seigi svona.

Eins og flestir vita sem þekkja mig, finnst mér mjög svo gaman að gera vettlinga.  Enda er ég vettlinga sjúk :)
Hér koma nokkrir sem ég hef gert svona inn á milli verka :)



miðvikudagur, 13. nóvember 2013

Heklaðar húfur

Jæja nú er maður mættur aftur.  Mig hefur alltaf langað að hekla húfur, en þær enda alltaf í svona beyglum :/  ehhehe

En nú tókst mér og er þokkalega mikið sátt.
Þeir bræður duttu í lukku-pottinn og fengu gossið