sunnudagur, 27. janúar 2013

Heklaðir vettlingar á Sturlu

Fórum í bústað um helgina og ég náði að klára þessa stóru flottu vettlinga á Sturlu.  Ég hef aldrei heklað  vettlinga áður.  Mæli með því að gera það svona við og við.  Það er svo fljótlegt.  Hann er voða kátur og glaður með þá eins og ég.
Ég byrjaði á lopapeysu á hann einnig um helgina.  Þar sem hann er svo stór náði ég náttúrlega ekki að klára hana ;)




fimmtudagur, 24. janúar 2013

Ullar húfa á prinsinn

Gabríel Mána langaði svo í græna Gummy bear húfu.  Þar sem ég fann enga þannig gerði ég þessa í sataðin.  Hann er reyndar bara mjög sáttur við hana.  Hún er mjög auð-prjónuð.  Uppskriftin er í Lopi 30




sunnudagur, 20. janúar 2013

Vettlingar á mig úr einbandi


Þeir koma nú ekki vel út að mínu mati.  Langaði bara að prufa að gera vettlinga úr einbandi og átti þessa liti til.  Mun næst "sjoppa"  mér fallegt einband í vettlinga :)

Lopa vettlingar á prinsinn



Eru mikið notaðir og elskaðir af prinsinum okkar :)

Fingravettlingar





Finnst geggjað gaman að prjóna þessa :)   ættla mér að gera fleiri er svona að þreifa mig áfram með stærðina á Gabríel Mána.  Það kemur :) heheh
Þessir verða sennilega í pökkum á árinu ;)

Svefn tátiljur fyrir prinsinn




Þar sem Gabríel Máni er allataf svo kaldur á fótunum ákvað ég að  nota smá afganga frá því að ég heklaði sjónvarpsteppið síðasta sumar  og  úr urðu þessar tátiljur úr lanetti :)

laugardagur, 19. janúar 2013

Hæ allir :)

Markmiðið sem ég setti mér á nýju ári er að taka myndir af allri handavinnu sem ég geri árið 2013.  Þannig að mig vantaði e-hvern stað til að setja myndirnar inn á.

Og hér er ég mætt :)